Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Keflavík og Njarðvík – Tap hjá Grindavík

Keflvíkingar unnu stórsigur á Fjölni í Domino’s deildinni í körfuknattleik í kvöld, 118-73. Call­um Law­son skoraði 35 stig fyr­ir Kefl­vík­inga í kvöld og Dom­inykas Milka 25.

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og lögðu Hauka að velli með  87 stigum gegn 76. Krist­inn Páls­son skoraði 15 stig fyr­ir Njarðvík og Logi Gunn­ars­son 14.

Í Grindavík tóku heimamenn á móti ÍR-ingum en gekk ekki sem skyldi. Grindvíkingar töpuðu með átta stiga mun, 90-82. Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son hefur verið á fínu skriði undanfarið og á því varð engin breyting í kvöld en hann setti 27 stig fyr­ir Grinda­vík og Seth Le Day 16.