Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair breytir skilmálum – Breytingargjöld lækka eða falla niður

Mynd: Icelandair

Icelandair hefur breytt skilmálum varðandi breytingargjöld á farmiðum sem gilda á þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna kórónu veirunnar.

Þetta kemur fram á vef flugfélagsins, en þar segir að farþegar sem bóki far fyrir 1. apríl næstkomandi hafi tök á að breyta farmiða endurgjaldslaust, en tekið er fram að svo gæti farið að farþegar þurfi að greiða mismun á fargjaldi sé slíkt fyrir hendi.

Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að þeir farþegar sem bókað hafa far til Kína í gegnum Icelandair hafi möguleika á að fá fargjaldið endurgreitt.

Nánari upplýsingar um breytingarnar má finna á vef flugfélagsins.