Nafn konunnar sem lést í slysi á Grindavíkurvegi

Konan sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi aðfaranótt sunnudags hét Guðrún Pálsdóttir. Guðrún var 45 ára gömul, búsett í Hafnarfirði.
Slysið varð tæplega tvo kílómetra norðan við mót Norðurljósavegar. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins önnur en þau að konan virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum.