Nýjast á Local Suðurnes

Nafn konunnar sem lést í slysi á Grindavíkurvegi

Kon­an sem lést í um­ferðarslysi á Grinda­vík­ur­vegi aðfaranótt sunnu­dags hét Guðrún Páls­dótt­ir. Guðrún var 45 ára göm­ul, búsett í Hafnar­f­irði.

Slysið varð tæplega tvo kílómetra norðan við mót Norður­ljósa­veg­ar. Ekki er vitað nán­ar um til­drög slyss­ins önn­ur en þau að kon­an virðist hafa misst stjórn á bíln­um með þeim af­leiðing­um að hann valt út af veg­in­um.