Glaumgosi á einkaþotu skoðaði gosið og naut sín í lóninu
Glaumgosinn og áhrifavaldurinn Dan Bilzerian skellti sér hingað til lands á dögunum á einkaþotu sinni, en kappinn birti mynd af sér í Bláa lóninu á Instagram.
Samkvæmt heimildum Suðurnes.net stoppaði kappinn stutt eða aðeins í nokkrar klukkustundir áður en haldið var á hlýrri slóðir. Stutt stopp kom þó ekki í veg fyrir að glaumgosinn sæi eldgosið við Fagradalsfjall, en þangað leit hann einnig áður en haldið var af landi brott.