Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær verður Heilsueflandi samfélag – Kynning á verkefninu í Stapa

Mánudaginn 3. október næstkomandi verður verkefnið Heilsueflandi samfélag kynnt í Stapa og um leið verður skrifað undir samning við embætti landlæknis um að Reykjanesbær muni verða heilsueflandi samfélag. Í kjölfar undirritunar samningsins verður verkefninu Heilsueflandi samfélag formlega hleypt af stokkunum í Reykjanesbæ.

Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á högum og líðan ungs fólks í Reykjanesbæ, en Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu mun ræða niðurstöður þessarar nýju könnunar.