Nýjast á Local Suðurnes

Frábært tímabil á enda hjá Elvari Má – Valinn í lið ársins

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í körfuknattleiksliði Barry háskóla í Bandaríkjunum eru úr leik í NCAA-keppninni, eftir tap gegn Alabama-Huntsville, 96-82, í 16-liða úrslitum keppninnar.

Elvar Már fór þó ekki tómhentur heim, því hann var valinn í lið ársins í SSC deildinni, en áður hafði hann verið valinn leikmaður vikunnar tvisvar sinnum og varnarmaður vikunnar einu sinni.

Elvar Már átti frábært tímabil, skoraði að meðaltali 17,4 stig í leik, gaf 7,7 steðsendingar og tók 4 fráköst að meðaltali. Elvar varð fimmti stoðsendingahæsti leikmaðurinn á landsvísu. Elvar már skoraði yfir 10 stig í öllum leikjum liðsins að fjórum undanskildum og þrisvar sinnum skoraði kappinn yfir 30 stig í leik.