sudurnes.net
Frábært tímabil á enda hjá Elvari Má - Valinn í lið ársins - Local Sudurnes
Elvar Már Friðriksson og félagar hans í körfuknattleiksliði Barry háskóla í Bandaríkjunum eru úr leik í NCAA-keppninni, eftir tap gegn Alabama-Huntsville, 96-82, í 16-liða úrslitum keppninnar. Elvar Már fór þó ekki tómhentur heim, því hann var valinn í lið ársins í SSC deildinni, en áður hafði hann verið valinn leikmaður vikunnar tvisvar sinnum og varnarmaður vikunnar einu sinni. Elvar Már átti frábært tímabil, skoraði að meðaltali 17,4 stig í leik, gaf 7,7 steðsendingar og tók 4 fráköst að meðaltali. Elvar varð fimmti stoðsendingahæsti leikmaðurinn á landsvísu. Elvar már skoraði yfir 10 stig í öllum leikjum liðsins að fjórum undanskildum og þrisvar sinnum skoraði kappinn yfir 30 stig í leik. Meira frá SuðurnesjumElvar Már verðmætasti leikmaður Barry háskólaElvar Már heldur áfram að hlaða á sig viðurkenningum í bandaríska háskólaboltanumElvar Már átti stórleik þegar Barry tryggði sér deildarmeistaratitilinnElvar Már valinn leikmaður vikunnar – Með flestar stoðsendingar í deildinniElvar Már með stórleik – Sjáðu sturlaðar stoðsendingar og magnaðar körfur!Elvar Már leikmaður ársins í SSC deildinni – Tryggðu sér sæti í undanúrslitumElvar Már aftur valinn leikmaður vikunnar í SSC-deildinniElvar Már vinsæll í bandaríska boltanum: “Hver er þetta nr. 10? – Hann er ótrúlegur”Elvar Már yfir 1000 stigin fyrir Barry háskólaElvar Már íþróttamaður ársins hjá [...]