Nýjast á Local Suðurnes

Mikil gleði þegar fyrstu gestirnir mættu á Nesvelli – Myndir!

Mynd: Já.is

Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilum landsins hafa beðið þess lengi að fá að heimsækja sína nánustu á hjúkrunarheimilin, en þeim var lokað fyrir gestum í byrjun mars vegna Covid-19.

Opnað var fyrir heimsóknir gesta á Nesvöllum í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem birtar voru á Facebook-síðu Nesvalla. Ýmsar takmarkanir eru þó í gildi, en til að mynda má einungis heimsækja íbúa einu sinni í viku í klukkustund í senn.