Nýjast á Local Suðurnes

Skora á fólk að setja bangsa út í glugga – Lúlli löggubangsi situr vaktina á Hringbraut

Íbúar víðsvegar um Suðurnesjasvæðið skora nú á aðra íbúa að setja bangsa út í glugga. Hug­mynd­in geng­ur út á að setja bangsa út í glugga en börn geta svo farið í göngu­túr og leitað að böngs­um í glugg­um og talið.

Áskorun þessa efnis má sjá í flestum íbúahópum á Facebook, en einnig á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum sem hvetur íbúa til þess að senda myndir af Lúlla löggubangsta sem situr vaktina í glugga lögreglustöðvarinnar við Hringbraut.