Nýjast á Local Suðurnes

Íslandsbanki setur upp hraðbanka á Fitjum

Starfsmenn á vegum Íslandsbanka vinna nú hörðum höndum að því að setja upp hraðbanka í verslunarmiðstöðinni við Fitjar, nánar tiltekið við hlið hins nýja apóteks sem opnað var á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um vöntun á hrðbönkum á svæðinu við Innri-Njarðvíkurhverfi, enda hefur fólk sem þar býr þurft að sækja þessa þjónustu til Keflavíkur.

Samkvæmt færslu Íslandsbanka á Facebook er gert ráð fyrir að hraðbankinn verði tilbúinn til notkunar á morgun, föstudaginn 11. nóvember.