Nýjast á Local Suðurnes

Reykjaneshöllin verði kennd við verslunarkeðju

Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur lögðu á dögunum fram beiðni um að Reykjaneshöllin fái að vera nafn verslunarkeðjunnar Nettó og muni þannig ganga undir nafninu Nettóhöllin næstu fimm árin.

Íþrótta- og tómstundaráð ræddi þetta mál á síðasta fundi sínum og endaði umræðan á þann veg að ráðið gerir ekki athugasemdir við beiðnina með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.