Nýjast á Local Suðurnes

Penninn á lofti í Grindavík – Sex leikmenn skrifuðu undir samninga í körfunni

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, það tímabil skoraði Lewis 20,9 stig að meðaltali í leik, tók 4,2 fráköst og gaf 6,1 stoðsendingu.

Lewis hefur undanfarið rekið sínar eigin þjálfunarbúðir „Pro guard development” – þar sem hann þjálfar bæði krakka og atvinnumenn. Var það að sögn ein af ástæðunum fyrir því að Grindvíkingar ákváðu að semja við Lewis, en þeir vonast til að hann muni hjálpa til að við þjálfa og móta efnilega leikmenn félagsins.

Þá skrifuðu fimm aðrir leikmenn undir samninga við deildina, bæði í kvenna- og karlaflokki en öll skrifuðu þau undir 2 ára samning. Karlameginn voru það þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason. Þeir eru allir uppaldnir hjá félaginu og er það alveg ljóst að þeirra hlutverk mun vera meira heldur en undanfarin tímabil. Kvennamegin var það hún Lovísa Falsdóttir sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Grindavík en hún kemur frá Keflavík eftir að hafa verið i fríi frá körfuboltaiðkun í 1 ár vegna anna í námi.