Nýjast á Local Suðurnes

Markaveisla hjá Suðurnesjaliðunum í Fótbolta.net mótinu

Grindavík og Keflavík unnu sína leiki í B deild Fótbolta.net mótsins um helgina nokkuð auðveldlega. Keflavík lagði sameinað lið Hugins, Hattar og Leiknis með fimm mörkum gegn engu, leikið var í Reykjaneshöllinni.

Grindvíkingar skoruðu einnig fimm mörk þegar liðið lagði Selfyssinga að velli í Reykjaneshöllinni, ólíkt Keflvíkingum fengu Grindvíkingar á sig eitt mark.