Nýjast á Local Suðurnes

Markamaskína yfirgefur Sandgerðinga – Jóhann Magni fer í KFS

Jóhann Magni Jóhannsson einn besti leikmaður 3. deildar hefur gengið til liðs við sitt gamla félag KFS í Vestmannaeyjum. Jóhann Magni hefur raðað inn mörkunum fyrir Reyni Sandgerði undanfarin ár og skoraði meðal annars 14 mörk í 15 leikjum í 3. deild á síðasta tímabili og var næst markahæstur í deildinni.

Jóhann Magni ólst upp í Eyjum og lék síðast með KFS fyrir 10 árum síðan. Jóhann Magni er 32 ára hefur skorað 91 mark í 186 leikjum og er því gríðarlega mikill fengur fyrir Eyjaliðið og að sama skapi mikill missir fyrir Sandgerðinga.