Nýjast á Local Suðurnes

Átak gegn óleyfisbúsetu í iðnaðarhúsnæði – Hundruð manns búa við óviðunandi aðstæður

Eitt af þeim húsum sem formaður VSFK og nágr. benti á - Mynd: Skjáskot/Já.is

Stjórn Brunavarna Suðurnesja ákvað á fundi sínum þann 13. nóvember síðastliðinn að setja af stað átak gegn óleyfisbúsetu í iðnaðarhúsnæði og öðru ósamþykktu húsnæði.

Boðaði BS fund með nokkrum aðilum og varð niðurstaðan sú að BS ætlar að móta tillögur um aðferðarfræði til að setja af stað átak í skoða og greina þessa hluti. Stjórn samþykkir að fara í þetta átaksverkefni og er áætlaður kostnaður um 2 milljónir.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hefur áður bent á að þessi mál séu í ólagi og segir Kristján Gunnarsson, formaður félagsins að mörg hundruð manns búi við óviðunandi aðstæður á Suðurnesjum, aðallega sé um að ræða erlent vinnuafl, sem leigir húsnæði sem sé langt frá því að standast kröfur um mannabústaði.