Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð á miðnætti

Uppbyggingasjóður Suðurnesja auglýsir nú eftir styrkumsóknum til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna á Suðurnesjum. Umsóknarfrestur er til miðnættis í kvöld, 27. október.

Á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum má finna leiðbeiningarmyndband, kynningarmyndband, úthlutunarreglur og fleiri nytsamlega upplýsingar sem gagnast í umsóknarferlinu.