Nýjast á Local Suðurnes

Umferðarslys á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að um sé að ræða útafakstur nálægt Kúagerði.

Frá þessu er greint á Vísi.is og haft eftir varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja að einn sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla þess sem fluttur var á sjúkrahús.