Nýjast á Local Suðurnes

Sjö teknir með stolin eða fölsuð vegabréf

Sjö manns hafa framvísað fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum í eigu annarra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum dögum. Um helgina framvísaði fjölskylda breytifölsuðum belgískum vegabréfum. Karlmaður sem var einn á ferð framvísaði einnig breytifölsuðu belgísku vegabréfi. Annar karlmaður framvísaði finnsku vegabréfi sem hann átti ekki.

Á föstudag framvísaði enn einn norsku vegabréfi sem hann var ekki lögmætur handhafi af og annar var tekinn með ítalskt vegabréf sem reyndist vera falsað.