Nýjast á Local Suðurnes

Leikskólinn Holt fær viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni

Í gær veitti Rannís, Landsskrifstofa eTwinning á Íslandi 10 skólum á öllum skólastigum gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni.

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ fékk verðlaun fyrir verkefnið um Greppikló en einn annar skóli fékk einnig verðlaun og var það leikskólinn Krókur í Grindavík.

Anna Sofia, deildarstjóri á Lundi átti frumkvæði að eTwinning samstarfi á Holti og hefur smátt og smátt fengið aðra kennara með sér. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Dal hélt að mestu leiti utan um verkefnið um Greppikló sem tókst einstaklega vel og þótti við hæfi að verðlauna það sérstaklega, segir á heimasíðu leikskólans.

Á myndinni eru Sigurbjört og Anna Sofia fyrir miðju og Heiða Ingólfsdóttir leikskólastjóri er við hlið þeirra. Fræðslustjórinn í Reykjanesbæ, Helgi Arnarson og leikskólafulltrúinn Kristín Helgadóttir voru stolt af sínu fólki en Kristín er fyrrverandi leikskólastjóri á Holti.