Nýjast á Local Suðurnes

Lax án fyrirhafnar – Klár á korteri!

Fátt er betra en góður fisk­ur í upp­hafi viku og ekki er verra ef um er að ræða stórkostlegt ferðalag bragðlauka sem framkallað er á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þessa vikuna býður Fiskbúð Reykjaness upp á tilbúinn fiskrétt sem svíkur engan, um er að ræða laxasteikur í chilli mango mareneringu og til að taka upplifunina á annað stig hefur feta osti, karamellukurli og púðursykri verið bætt við uppskriftina. Sítróna er svo ómissandi til að toppa upplifunina þegar laxinn er snæddur.

Matreiðslan tekur svo ekki nema 15-20 mínútur, eftir stærð laxastykkja, en best er að hita þetta geggjaða hráefni í ofni á 180 gráðum.

Við mælum með því að matgæðingar næli sér í kartöflugratínið sem unnið er á staðnum af starfsfólki fiskbúðarinnar.

Bætum svo fersku blönduðu salati við á diskinn sem er snilld að toppa með kaldri hvítlaukssósu og frábær máltíð er klár á korteri!