Nýjast á Local Suðurnes

Rýmingaráætlun fyrir Reykjanesbæ tilbúin

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Fyrsta útgáfa af innri rýmingaráætlunum fyrir stofnanir Reykjanesbæjar eru nú tilbúnar ásamt rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið. Ólíklegt er talið að grípa þurfi til bráðarýmingar vegna náttúruhamfara, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Í tilkynningu segir einnig að stjórnendur og aðrir sem gegna ábyrgðarhlutverkum hafi fengið kynningu á áætluninni og þekkji sitt hlutverk. Áður höfðu stofnanir gert rýmingaráætlanir vegna eldsvoða og annarrar vár sem kallar á skjóta rýmingu húsnæðis. Eldgos á því svæði sem nú er talið líklegast er fjarri Reykjanesbæ og kallar ekki á skjót viðbrögð íbúa. Það sem mikilvægast er fyrir fólk á svæðinu er að halda ró sinni og fylgjast með fréttum, sérstaklega hvað varðar loftmengun og öskufall.