Alvarlegt umferðarslys á Sandgerðisvegi

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að Sandgerðisvegi á þriðja tímanum í dag vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er vegurinm lokaður vegna slyssins.
Herma heimildir mbl.is að beita hafi þurft klippum til að ná fólki út úr bíl.
Ekkert liggur þó fyrir enn um tildrög slyssins, né hve margir eru slasaðir