Bílvelta á Reykjanesbraut

Bílvelta varð á Reykjanesbraut til móts við Voga á Vatnleysuströnd á þriðja tímanum í dag.
Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en ekki er talið að meiðsli hans séu alvarleg.