Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld.

Hinn látni ók fólksbílnum, en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið, sem átti sér stað um klukkan 22:30.