Nýjast á Local Suðurnes

Opna öflugustu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ

Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl.

Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ. Um er að ræða stöð af Kempower gerð með hleðsluafköst allt að 600 kW og getur stöðin annað hleðslu 8 ökutækja í einu af öllum stærðum og gerðum.

Brimborg hefur samið við HS veitur um orku fyrir stöðina og hefur stór heimtaug þegar verið virkjuð. Stöðin verður opin öllum rafbílanotendum með e1 hleðsluappinu og opnar stöðin í sumar.
Smelltu og lestu!