Nýjast á Local Suðurnes

Bus4u í hópi þeirra stærstu – Yfir milljarður í tekjur

Mynd: Bus4U

Mikil tekjuaukning var í rekstri stærsta rútufyrirtækisins á Suðurnesjum, Bus4u Iceland ehf., á síðasta ári. Fyrirtækið hafði rétt tæplega 1,1 milljarð króna í tekjur á árinu 2022.

Þetta kemur fram í úttekt Frjálsrar verslunar á hópbílamarkaðnum, en samkvæmt henni er fyrirtækið, sem sér meðal annars um rekstur á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ, það sjötta stærsta á markaðnum. Velta fyrirtækisins jókst um tæplega hálfan milljarð króna á milli ára, eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Mynd: skjáskot Frjáls verslun

Tap hefur þó verið á rekstri fyrirtækisins frá árinu 2019, mest á árinu 2022 eða 80 milljónir króna, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.