sudurnes.net
Bus4u í hópi þeirra stærstu - Yfir milljarður í tekjur - Local Sudurnes
Mikil tekjuaukning var í rekstri stærsta rútufyrirtækisins á Suðurnesjum, Bus4u Iceland ehf., á síðasta ári. Fyrirtækið hafði rétt tæplega 1,1 milljarð króna í tekjur á árinu 2022. Þetta kemur fram í úttekt Frjálsrar verslunar á hópbílamarkaðnum, en samkvæmt henni er fyrirtækið, sem sér meðal annars um rekstur á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ, það sjötta stærsta á markaðnum. Velta fyrirtækisins jókst um tæplega hálfan milljarð króna á milli ára, eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Mynd: skjáskot Frjáls verslun Tap hefur þó verið á rekstri fyrirtækisins frá árinu 2019, mest á árinu 2022 eða 80 milljónir króna, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Meira frá SuðurnesjumGríðarleg aukning í sölu fasteigna á SuðurnesjumBitcoin-risi á Reykjanesi veltir 2,5 milljörðum króna – Hagnaðurinn minnkar hrattSamkaup metið á átta milljarðaSamningur við Icelandair tryggir störf á SuðurnesjumGistinóttum á hótelum fjölgar á milli ára á SuðurnesjumTveir Suðurnesjapíparar á topp 10Forstjóri Bláa lónsins fékk viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins – Mikil aukning gestaLandsvirkjun og Thorsil undirrita samninga um afhendingu á rafmagniCrew semur við Fly over Iceland um áætlunarakstur fyrir gesti sýningarinnarLeita að gulli á Íslandi – Fyrstu leyfin veitt