Nýjast á Local Suðurnes

Afhentu styrki og hefja sölu á happdrættismiðum

Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti um helgina styrki til aðila og félaga sem ýmist hafa þurft á aðstoð að halda eða við að liðsinna öðrum sem eru að láta gott af sér leiða hér á svæðinu. Að þessu sinni var afhenr tæp milljón króna, en í ár hefur Lionsklúbburinn veitt styrki á vel yfir fjórar milljónir til þarfra verkefna.

Til þess að geta veitt slíka styrki og aðstoð erum við með sjóð innan félagsins einmitt til slíkra verkefna. Fjáröflun í þann sjóð er fyrst og fremst Jólahappdrættið okkar en sala á miðum þess hófst í dag, fyrsta í aðventu, og verður fram til 23. desember nk., Segir í tilkynningu á Facebook-síðu klúbbsins.

Við verðum með viðveru í Nettó í Krossmóa seinnipart flestra daga fram að Þorláksmessu, segir einnig.