Spinning til styrktar Fjölskylduhjálp

Sporthúsið og starfsmenn Reykjanesbæjar taka höndum saman næstkomandi sunnudag, þann 27. nóvember frá klukkan 10 til 13 og efna til spinning í þágu Fjölskylduhjálpar.
Spinningkennarar Sporthússins leiða tímann og er frjálst að spinna svo lengi sem hver vill, eða getur. Á sama tíma verður Sporthúsið opið öllum þeim sem vilja kynna sér starfsemina eða leggja sitt af mörkum til söfnunarinnar. Ekki þarf að hafa meðlimakort.
Tekið verður við frjálsum framlögum á staðnum, ásamt því að hægt verður að leggja inn á reikning í nafni Fjölskylduhjálpar kt 680169-5789 Reiknr 0121-15-350005 Skýring: aðv.spinn.
Nöfn allra þátttakenda fara í pott og eiga nokkrir möguleika á að vinna sér inn líkamsræktarkort í Sporthúsið.
Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að smella hér.