Keflavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
Keflavíkurstúlkur eru bikarmeistarar í 10. flokki kvenna eftir 70 – 47 sigur á stöllum sínum og nágrönnum úr Njarðvík, en leikið var í Laugardalshöllinni.
Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu en Njarðvíkingar gáfust aldrei upp og börðust þær fram á síðustu sekúndu.
Í leikslok var Anna Lára Vignisdóttir valin besti maður leiksins en hún skoraði 20 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.