Nýjast á Local Suðurnes

Tyson-Thomas áfram í Njarðvík – Skoraði 36 stig að meðaltali í leik

Tyson-Thomas er flott fyrirmynd og heimsótti meðal annars körfuboltaskóla Njarðvíkur í sumar

Njarðvíkingar hafa tryggt sér áframhaldandi starfskrafta Carmen Tyson-Thomas fyrir komandi leiktíð, en liðið kemur til með að leika í Dominos-deildinni á ný. Tyson-Thomas kom til liðsins á miðju síðasta tímabili og var að meðaltali að skora 36 stig í leik og taka 17 fráköst.

Það er Karfan.is sem greinir frá þessu og sagði Róbert Guðnason varaformaður kkd. UMFN við vefmiðilinn að það væri gleðiefni að semja við Carmen, á ný, þar sem hún hafi staðið sig frábærlega jafnt innan sem utan vallar og verið góð fyrirmynd. Því hafði aldrei verið spurning nema að semja við hana aftur ef tækifærið gæfist.