Nýjast á Local Suðurnes

Slysalegt sjálfsmark varð Njarðvík að falli gegn toppliði Aftureldingar

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Aftureldingar úr Mosfellsbæ á Njarðtaksvellinum í gærkvöldi, slysalegt sjálfsmark heimamanna skildi liðin að í lokin og Aftuelding treysti stöðu sína á toppi annarar deildar, en Njarðvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar eftir leikinn.

Leikurinn í gær var annar tapleikur Njarðvíkinga í röð og frekar lítið fyrir augað, liðin sköpuðu nánast engin færi og eins og áður sagði var það sjálfsmark sem skildi liðin að í lokin. Njarðvíkingar voru ekki alveg sáttir við dómarann, sem hefði getað dæmt vítaspyrnu á lokamínútu leiksins, en lét það ógert. Þá sleppti hann leikmanni Aftureldingar, sem braut á sóknarmanni Njarðvíkinga sem var kominn einn inn fyrir vörn gestanna, með gult spjald, brot sem hefði verðskuldað rautt, að mati heimamanna.