Nýjast á Local Suðurnes

Aukið við öryggisbúnað lögreglubifreiða – Minni akstur en undanfarin ár

Lögreglan á Suðurnesjum ók 286.975 kílómetra á síðasta ári, það er töluvert minni akstur en undanfarin ár. Heildarakstur ársins hjá öllum lögregluembættunum árið 2015 var 3.319.942 kílómetrar, sem er svipaður akstur frá árinu áður.

Árið 2013 voru eknir tæplega 346.000 kílómetrar og árið 2015 um 320.000 kílómetrar, aðeins lögregluembættin á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu aka meira en umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Þá fékk embættið afhenta nýja bifreið á síðasta ári auk þess sem fjarskiptabúnaður þeirra, upptöku- og radarbúnaður ásamt forgangsbúnaði var endurnýjaður. Einnig var aukið við öryggisbúnað lögreglubifreiðanna til að tryggja betur öryggi lögreglumanna og lágmarka skemmdir á ökutækjunum.