Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaþingmenn hafa fengið um 70 milljónir króna vegna ferða á eigin bifreiðum

Mynd: Gys.is

Frá og með deg­in­um í dag er mögulegt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um laun og kostnaðargreiðslur þing­manna frá alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2007 á vef Alþing­is.

Töluvert hefur verið fjallað um aksturkostnað þingmanna undanfarin misseri og séu þær kostnaðartölur skoðaðar sérstaklega má sjá að kostnaður vegna aksturs hefur lækkað töluvert eftir að mælst var til þess að þingmenn nýttu bílaleigubíla við að sinna erindum. Þannig má sjá að kostnaður við akstur Ásmundar Friðrikssonar, sem hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir mikinn akstur, hefur lækkað úr um fimm milljónum króna á ári í um 1,5 milljónir það sem af er ári.

Frá árinu 2013 hafa fjórir þingmenn sem búsettir eru á Suðurnesjum fengið um 70 milljónir króna vegna ferða á eigin bifreiðum eða vegna notkunnar á bílaleigubílum.

Ásmundur Friðriksson hefur fengið tæplega 25 milljónir króna á tæpum fimm árum, þar af tæplega 900 þúsund krónur vegna bílaleigubíla.

Vilhjálmur Árnason hefur fengið tæplega 19 milljónir króna, þar af um eina milljón vegna notkunar á bílaleigubílum.

Oddný Harðardóttir hefur fengið tæplega 14 milljónir króna frá árinu 2013 en hún hefur setið á þingi töluvert lengur. Rétt rúmlega 300.000 krónur af 14 milljónum króna er vegna notkunar á bílaleigubílum.

Þá hefur Silja Dögg Gunnarsdóttir fengið um 13 milljónir króna, þar af eru 26 þúsund krónur vegna notkunar á bílaleigubílum.

Hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­arn­ar á forsíðu heimasíðu Alþing­is und­ir „Greiðslur til þing­manna.“ Á vefsíðunni eru nöfn þing­manna birt í staf­rófs­röð. Þegar smellt er á nafn þing­manns birt­ast upp­lýs­ing­ar um hann. Þar er hægt að smella á ein­staka kostnaðarþætti, t.d. hús­næðis- og dval­ar­kostnað, og fá upp­lýs­ing­ar hvað felst í þeim kostnaðargreiðslum.

Í til­kynn­ingu frá Alþingi seg­ir að und­an­skild­ir birt­ing­unni séu fyrr­ver­andi þing­menn sem lát­ist hafa og er miðað við and­lát fyr­ir 1. des­em­ber 2018.