Fresta fyrirtökum nauðungarsölubeiðna vegna samkomubanns

Öllum nauðungarsölufyrirtökum hefur verið frestað hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum með vísan til samkomubanns frá og með 23.3.2020.
Á þett við um fyrstu fyrirtöku, byrjun uppboðs og framhaldssölur, segir á vef stofnunarinnar.
Þá segir jafnframt að ákvörðunin gildi a.m.k. til 12. apríl eða jafn lengi og ákvörðun yfirvalda um samkomubann.
Ný dagsetning verður ákveðin eftir að samkomubanni lýkur, segir á vef Sýslumanns.