Nýjast á Local Suðurnes

Geimfarar næla í flotta söngkonu

Mynd: Facebook-síða Geimfara

Grindvísku hljómsveitinni Geimförunum, sem hefur skemmt Grindvíkingum og öðrum síðan áramótin 97/98, hefur borist liðsstyrkur af dýrari gerðinni en Buttercup-drottningin Íris Kristinsdóttir er gengin að fullu við liðs við sveitina. Íris hefur troðið upp sem gestasöngkona undanfarin ár en tekur núna skrefið til fulls og setur Geimfaraskikkjuna á sig.

Fyrsta “all-in” ball Írisar með Geimförunum verður hið árlega Jóla/Áramótaball sem haldið verður á Salthúsinu að vanda, á 2. í jólum, laugardagskvöldið 26. desember.

Hér fyrir neðan má sjá og heyra Írisi og hljómsveitina Buttercup flytja lagið Endalausar nætur