Nýjast á Local Suðurnes

Örfáir miðar eftir á stórglæsilega jólatónleika í Hljómahöll

Þann 18. desember næstkomandi verða stórglæsilegir tónleikar í Hljómahöllinni, Jólin koma, það er óhætt að segja að þessir tónleikar séu með þeim glæsilegri sem settir hafa verið upp í jólatónleikahaldi á Suðurnesjum.

Það verða þau Stefán Hilmarsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Helga Möller sem verða í aðalhlutverki en þeim til halds og trausts verður einvalalið hljóðfæraleikara. Einnig mun Barnakór Tónlistarskóla Rekjanesbæjar og Bylgja Dís koma og taka lagið.

Það er ekki oft sem að Suðurnesjamönnum og meyjum gefst kostur á að sækja svona flotta jólatónleika í heimabyggð og því er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst áður en það verður of seint – Uppselt er á tónleikana á miðasöluvefnum tix.is en enn má nálgast miða í Gallerí Keflavík.

Húsið opnar kl 19:00. Þar sem að ekki verða númeruð sæti er skynsamlegt að mæta snemma til að ná góðum sætum.

Sigga Beinteins mun án efa syngja lagið Litli trommuleikarinn en fyrir þá sem geta ekki beðið má hlusta á hana flytja það hér fyrir neðan.