Nýjast á Local Suðurnes

Már Gunnarsson handhafi Kærleikskúlunnar 2019

Mynd: Facebook / Íþróttasamband fatlaðra

Má Gunnarssyni var í dag veitt Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem var afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur. Ólöf Nordal listakona hannaði kúluna í ár og ber hún nafnið SÓL ÉG SÁ. Það var Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir afhenti Má Kærleikskúluna í Listasafni Íslands í morgun.

Már Gunnarsson er einungis tvítugur að aldri og margfaldur Íslandsmethafi í baksundi í fötlunarflokki S11, flokki blindra. Már sló tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í september auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Þá náði hann framúrskarandi árangri á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 25 metra laug en hann var þrisvar á tíma sem er undir núgildandi heimsmeti.