Nýjast á Local Suðurnes

Hlaupa naktir í beinni náist að selja 250 miða

Forsvarsmenn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur ganga ansi langt þegar kemur að fjáröflun fyrir komandi tímabil, en þeir munu hlaupa naktir í beinni útsendingu á Facebook, nái þeir takmarki sínu í sölu á sýndarmiðum.

Deildin reynir nú að selja 250 sýndarmiða, með því loforði að ef það tekst fyrir klukkan 20:00 í kvöld muni þeir hlaupa 100 metra á frjálsíþróttabrautinni í Keflavík allsnaktir í beinni útsendingu á Facebook.

Frá þessu er greint á vinsælasta körfuknattleiksvef landsins, karfan.is