Nýjast á Local Suðurnes

Íslenska Gámafélagið og Sorpa förguðu fjörurusli Bláa hersins

Blái herinn hreinsaði á vordögum rusl úr fjörum sem fyllti 24 fiskikör og vegur rétt um 4000 kg. Tómas J. Knútsson stofnandi Bláa hersins greindi frá því á dögunum að ruslinu yrði ekki fargað nema greitt væri fyrir það uppsett verð. Síðar bauðst svo Íslenska Gámafélagið til að farga ruslinu og hefur það nú verið gert.

tomas knuts rusl2

Ruslið komið inn á gólf hjá Sorpu

Hrós dagsins fær Íslenska Gámafélagið og Sorpa fyrir að koma þessu fjörurusli Bláa hersins á leiðarenda. Netin og kaðlarnir viktaði 2040 kíló og plastið var 1860 kíló.Samtals 3900 kíló. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst, en það var nokkuð ljóst að tæp 4 tonn af rusli á 3000 metra strandlengju ofbauð þeim sem sáu magnið. Ólafur Thordersen þú ert hetja dagsins ásamt Karen Kjartansdóttir. Segir Tómas á Facebook síðu sinni.

Ef miðað er við verðskrá Kölku í Helguvík má ætla að kostnaðurinn við förgun á um fjórum tonnum af óflokkuðum blönduðum úrgangi sé um 150.000 krónur.

tomas knuts rusl3

 

tomas knuts rusl4