Nýjast á Local Suðurnes

Viðvörunarskiltin við Reykjanesbraut fjarlægð af Vegagerðinni

Skilti sem framkvæmdahópur á vegum “Stopp-Hingað og ekki lengra!” setti upp við Reykjanesbraut í gær hafa verið fjarlægð af starfsmönnum Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hópsins. Þar segir Atli Már Gylfason að unnið sé með innanríkisráðuneytinu að lausn málsins og vonast eftir að leyfi fyrir uppsetningu skiltanna liggi fyrir síðar í dag.

“Vegagerðin sendi mann í morgun sem tók niður skiltin og eru þau nú komin inn í Hafnarfjörð. Framkvæmdahópurinn vinnur nú að því að sækja skiltin og skulu þau upp aftur! Málið er nú unnið með innanríkisráðuneytinu og er vonast til þess að leyfi liggi fyrir eftir hádegi.” Segir Atli Már