Nýjast á Local Suðurnes

Grindvískar saltfiskuppskriftir slá í gegn ár eftir ár

Vefur Grindavíkurbæjar er einn öflugasti vefur sveitarfélags á landinu, en hann er á meðal þriggja mest lesnu vefja sveitarfélaga á landinu. Vefurinn er uppfærður oft á dag, en á síðasta ári birtust rúmlega 1.200 fréttir á vefnum, eða um 5 fréttir hvern einasta virka dag.

Í upphafi árs hefur skapast sú hefð að Grindvíkingar líti yfir farinn veg og birti lista yfir tíu vinsælstu fréttir síðasta árs og þar lítur gömul frétt dagsins ljós, en um er að ræða lista yfir saltfiskuppskriftir ársins 2009, sem valdar voru í kjölfar samkeppni þar um.

Bestu uppskrift ársins 2009 má sjá hér fyrir neðan, en allar uppskriftirnar er að finna hér á vef Grindavíkurbæjar.

1. sæti , Fanný Erlindsdóttir: Steiktur saltfiskur með grænmeti og kartöflustöppu

800 gr. saltfiskflök, útvötnuð og roðflett, skorin í 8 jöfn stykki.

Samsetning:

1dl hveiti.
8 hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar.
½ dl. jómfrúarólífuolía
3 gulrætur skornar í þunna strimla
1/2 blaðlaukur, skorinn í strimla.
4-5 basilikulaufblöð skorin í strimla.
2 dl. kjúklingasoð
2 dl. rjómi, eða matreiðslurjómi.
1msk.kornsinnep.
1msk hlynsíróp.
Salt og pipar eftir smekk.

Kartöflustappan:

10 meðalstórar kartöflur soðnar.
2 msk. smjörlíki.
2 msk. sykur.
1 tsk. salt.
½ – 1 dl. rjómi eða mjólk.
½ blaðlaukur, skorinn smátt.
½ græn paprika, skorin smátt.
2 meðal stórir tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir smátt.
2 msk. smjörlíki.

Smjörlíkið er brætt í potti. Kartöflurnar skrældar og stappað saman við, passa upp á að kartöflurnar séu vel heitar.
Sykri, salti og rjóma ( mjólk ) hrært saman við, smakkið til, á að vera dálítið sætt á bragðið.
Blaðlaukur, paprika og tómatar svitað á pönnu í smjörlíki og öllu blandað saman við kartöflustöppun

Veltið saltfiskinum upp úr hveiti og steikið í vel heitri olíunni í ca. 2 mín. á hvorri hlið.
Létt steikið hvítlaukssneiðarnar í stórum potti ( víðum ) ásamt gulrótastrimlunum og blaðlauknum.
Hellið kjúklingasoðinu yfir ásamt basilikublöðunum.
Látið sjóða vel saman. Bætið rjómanum saman við ásamt kornsinnepinu og hlynsírópinu.
Saltið og piprið eftir smekk.