Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fara frá Grindavík og tveir framlengja

Sóknarmaðurinn Magnús Björgvinsson og miðjumaðurinn Milos Zeravica munu ekki leika með Grindvíkingum í Pepsídeildinni á næsta tímabili. Magnús lék sextán leiki í Pepsi-deildinni með liðinu á síðasta tímabili og Zeravica tuttugu leiki, en hann hefur samið við lið í heimalandinu.

Samkvæmt vef fótbolta.net framlengdu Grindvíkingar samninga við tvo leikmenn, þá Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson. Þá segir í annari frétt fótbolti.net að Grindvíkingar eigi enn eftir að ganga frá samningum við nokkra leikmenn.