Nýjast á Local Suðurnes

Vandræði í Grindavík – Margir tæpir vegna meiðsla og tveir í banni

Grindvíkingar, sem verma annað sæti Pepsí-deildar karla í knattspyrnu, eiga í töluverðum meiðslavand­ræðum og svo gæti farið að tveir leik­manna liðsins yrðu ekki meira með í sum­ar.

Há­kon Ívar Ólafs­son meidd­ist á hné gegn Breiðabliki á dög­un­um og verður frá næstu þrjá mánuðina eft­ir því sem fot­bolti.net greindi frá í gær. Þá greinir mbl.is frá því að Rodrigo Gomes, sem ekk­ert hef­ur leikið með liðinu á tíma­bil­inu, gæti sömu­leiðis verið frá í þrjá mánuði til viðbótar. Að auki er enn bið í að Ju­anma Ort­iz nái sér af meiðslum.

Fyr­ir næsta leik gegn KA á sunnu­dag er enn óljóst hvort marka­hrókur­inn Andri Rún­ar Bjarna­son verði bú­inn að ná sér eft­ir að hafa haltrað af velli gegn Blik­um. Markvörður­inn Kristij­an Jajalo er einnig tæp­ur og þá taka þeir Björn Berg Bryde og Sam Hew­son út leik­bann í leikn­um.