Nýjast á Local Suðurnes

Cruz yfirgefur Grindavík – Jimenez og Mateo verða áfram

Spænski varnarmaðurinn Edu Cruz er á förum frá Grindavík en þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Cruz samdi við Grindavík í vor og skoraði tvö mörk í 19 leikjum með liðinu.

Landi hans Juan Manuel Ortiz Jimenez gerði í síðustu viku nýjan samning við Grindvíkinga. Þá er þriðji spænski leikmaðurinn, miðjumaðurinn Rodrigo Gomes Mateo einnig með samning út næsta tímabil.