Nýjast á Local Suðurnes

Hagnaður af rekstri Base Hotel fyrir lokun

Rekstur Base Hotel á Ásbrú, sem var í eigu fjárfestingafélags Skúla Mogensen, skilaði hagnaði ári áður en því var lokað á dögunum. Tekjur fjárfestingafélagsins voru tæpur hálfur milljarður króna árið 2018.

Samkvæmt ársreikningi rekstrarfélagsins TF HOT, sem rak Base Hotel, fyrir árið 2018 var 15 milljóna króna hagnaður á því ári. Tekjur félagsins námu 428 milljónum króna, en þar af námu tekjur af gistingu 332 milljónum króna.