Nýjast á Local Suðurnes

Veðsetti Base hotel fyrir tæpan milljarð

Arion banki, viðskiptabanki flugfélagsins WOW air, þinglýsti nýju 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á fasteignir í eigu Skúla Mogensen, eiganda WOW, í lok september síðastliðnum. Tryggingabréfinu var meðal annars þinglýst á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. Fyrir voru tæplega 700 milljóna króna tryggingabréf á hótelinu, einnig frá Arion banka.

Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar, en auk hótelsins var tryggingabréfunum þinglýst á heimili Skúla og fasteignir hans í Hvalfirði. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að Skúli hafi sjálfur fjárfest í skuldabréfaútboði WOW air fyrir um 770 milljónir króna, en ekki er ljóst hvort tryggingabréfin tengist þeirri fjárfestingu.