Nýjast á Local Suðurnes

Base hóteli lokað – Viðskiptavinum bent á nærliggjandi hótel

Base Hotel á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur verið lokað. Hótelið, sem er í eigu fjárfestingafélags Skúla Mogensen, bendir viðskiptavinum á að leita til nærliggjandi hótela.

Viðskiptavinum er tilkynnt þetta á heimasíðu félagsins og þeir beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, segir á vef Viðskiptablaðsins. Þeim er bent á nærliggjandi hótel og að hafa samband við sínar ferðaskrifstofur og kortafyrirtæki til að óska eftir endurgreiðslu.

Hótelið hefur verið rekið af félaginu TF HOT ehf. í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda Wow air, en fasteign hótelsins í eigu TF KEF, sem hefur einnig verið í eigu Skúla.