Nýjast á Local Suðurnes

Boða nánara samráð við notendur strætó

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur vísað máli sem snýr að breytingum á leiðarkerfi strætó áfram til umhverfissviðs til frekari vinnslu og nánara samráðs við notendur.

Þetta kom fram á fundi ráðsins í morgun, en sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs var boðaður á fundinn ásamt fulltrúa frá ráðgjafafyrirtækinu VSÓ sem veitti ráðgjöf við hönnun á hinu nýja kerfi sem fallið hefur í grýttan jarðveg á meðal notenda.