Nýjast á Local Suðurnes

Tækifæri til atvinnuuppbyggingar á Keflavíkurflugvelli – Opinn fundur

Isavia og Kadeco boða til opins fundar um tækifæri til atvinnuuppbyggingar í sjávarútvegi á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 18.janúar kl.14:00 -16:00 í Hljómahöll Reykjanesbæ.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu í tengslum við spár um aukinn fjölda farþega og fleiri tengingar við nýja áfangastaði, segir í tilkynningu, meðal annars við útflutning á ferskum fiskafurðum. Þá skapar þessi uppbygging einnig tækifæri fyrir aðrar útflutningsgreinar sem hafa hag að því að starfa í nálægð við flugvöllinn.